Íslenska sem annað mál

Rakel Sigurgeirsdóttir

Meira um höfundinn

Ljósmynd úr einkasafniRakel Sigurgeirsdóttir útskrifaðist sem framhaldsskólakennari í íslensku vorið 1995. Sama haust hóf hún að kenna við Verkmenntaskólann á Akureyri og kenndi þar til vorsins 2010. Á meðan hún var kennari þar kenndi hún meðal annars íslensku fyrir nýbúa í kvöldskóla en síðar ÍSA-áfanga í dagskólanum. Það eru íslenskuáfangar fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku. Haustið 2010 kenndi Rakel eina önn við Menntaskólann í Kópavogi. Auk hefðbundinnar íslenskukennslu kenndi hún einn ÍSA-áfanga.

Í ársbyrjun 2011 hóf hún að kenna íslensku fyrir útlendinga hjá Mími-símenntun og hefur starfað þar síðan. Hún hefur kennt íslensku á 1.-5. stigi auk þess að kenna íslensku í Landnemaskólanum og á námsleiðunum þjónustuliðar og vinna með börnum.

Þeir sem vilja hafa samband við Rakel geta sent henni póst á tölvupóstfangið: rakel61@internet.is

Birt 12. desember 2015

Færðu inn athugasemd