Íslenska sem annað mál

Rakel Sigurgeirsdóttir

Skólar

Epli ofan á þremur skólabókumÍ velflestum grunn- og framhaldsskólum landsins er boðið upp á eitthvert nám í íslensku fyrir innflytjendur. Íslenska fyrir fullorðna er hins vegar yfirleitt kennd á námskeiðum við sí- og endurmenntunarstofnanir.

Á höfuðborgarsvæðinu er líka að finna einkareknar stofnanir sem bjóða eingöngu upp á íslensku sem annað mál. Úti á landsbyggðinni er algengara að sveitarfélög og/eða atvinnurekendur standi að slíkum námskeiðum. Íslenska fyrir þá sem eiga annað móðurmál er líka kennd við Háskóla Íslands.

Hér verða nokkrir skólar taldir undir tveimur flokkum sem eru: höfuðborgarsvæðið og landsbyggðin. Þeir sem vilja sjá lista yfir alla skóla og stofnanir sem bjóða upp á íslenskunámskeið er bent á þetta yfirlit (opnast í nýjum glugga) Fjölmenningarseturs á Ísafirði.

Birt 16. desember 2015þ