Íslenska sem annað mál

Rakel Sigurgeirsdóttir

Erlendar

Postulínsbollar og súkkulaðiakaka á dúkuðu teborðiÞað er ekki víst að allir Íslendingar geri sér grein fyrir því að áhuginn víða erlendis á íslenskri menningu er svo mikill að við stærri háskóla eru gjarnan norrænu- og/eða íslenskudeildir. Áhuginn á norrænni goðafræði og miðaldabókmenntum Íslendinga er langt frá því að vera nýr af nálinni.

Þeir hafa líka fyrirfundist sem hafa svo brennandi áhuga að þeir hafa lært tungumálið til að geta lesið þessar bókmenntir á tungumálinu sem þær eru skrifaðar á. Á undanförnum árum hefur þeim fjölgað umtalsvert sem hafa gengið að þeirri áskorun að læra íslensku. Meðal þeirra eru ekki bara innflytjendur eða gestir sem hafa ákveðið að búa á Íslandi tímabundið heldur nemendur við íslensku- og/eða norrænudeildir erlendis.

Þetta hefur kallað á kennslubækur í íslenska tungumálinu. Það er reyndar líklegt að þær sem hafa verið skrifaðar séu fleiri en þær þrjár sem hér eru taldar. Það væri mjög vel þegið að fá ábendingar um þær. Á bókalistanum hér að neðan eru bækur sem hafa verið skrifaðar og gefnar út af erlendum höfundum eða með því markmiði að kenna öðrum en bara nýbúum á Íslandi tungumálið.

*Á meðan á uppsetningu síðunnar stendur má líta á listann hér að neðan sem drög en síðar verður bætt við hann ýtarlegri umsögnum um bækurnar og krækjum í heimildir.*


  • Daisy L. Neijmann. (2014). Colloquial Icelandic: The Complete Course for Beginners. 2. útg. Taylor Francis Ltd, London.

Geisladiskur fylgir með bókinni en það má kaupa hana án hans. Það er líka hægt að kaupa þetta efni sem rafbók eða sem hljóðskrárefni eingöngu.

Höfundurinn: Daisy L. Neijmann er fædd í Amsterdam. Í dag er hún prófessor við norrænudeild Háskólans í London. Hún var tungumálakennari við Framhaldsskólann á Húsavík í eitt. Í dag stýrir hún háskólakúrsum í íslenskri tungu og menningu. (Krækja í heimild verður sett inn síðar)


  • Helga Hilmisdóttir og Jacek Kozlowski. (2009). Beginner’s Icelandic (Hippocrene Beginner’s). Hippocrene Books Inc, New York.

Tveir geisladiskar fylgja bókinni. Orðaforðinn tengist aðallega ferðalögum um landið.

  • Helga Hilmisdóttir. (2014). Complete Icelandic Beginner to Intermediate Course: (Book and audio support) Learn to read, write, speak and understand a new language (Teach Yourself). Hodder Stoughton General Division, London

Tveir geisladiskar fylgja bókinni en viðbótarefni er líka að finna á síðunni teachyourself.com (tengill síðar). Það er hægt að kaupa bókina og geisladiskana saman eða sitt í hvoru lagi.

Höfundurinn: Helga Hilmisdóttir er fædd á Íslandi. Á árunum 2004-2008 kenndi hún við íslensku tungumála og menningardeild Háskólans í Manitopa. Í dag er hún dósent við Háskólann í Helsinki. Hún hefur kennt við íslensku tungumála- og menningardeildina þar frá árinu 2008. (Krækjur í heimildir verða settar inn síðar)


Birt 17. desember 2015.