Íslenska sem annað mál

Rakel Sigurgeirsdóttir

Android

Grænn Android-karl fyrir framan kassa sem er fullur af sykurpúðumMeð stafrænni miðlun hefur tungumálanám fengið nýjan og spennandi vettvang. Svokölluð “öpp“ eða viðbætur hafa verið hönnuð, búin til  og þróuð til að létta notendum þessara miðla lífið. Eitt af því sem framleiðendur hafa séð sér tækifæri í, að koma á markað, eru öpp sem kenna tungumál.

Það er hægt að læra íslensku af ótrúlega mörgum slíkum tungumála-öppum. Framþróunin á þessum markaði er mjög hröð þannig að það er líklegt að það sem þykir gott í dag hafi vikið fyrir einhverju enn fullkomnara á morgun. Sennilega er útilokað að komast yfir það að kynna sér allar viðbæturnar sem hafa verið settar á markað og eiga eftir að taka við.

Það er hins vegar full ástæða fyrir alla sem hafa áhuga á tungumálum, hvort sem er kennslu þeirra eða að læra þau, að fylgjast með þessari þróun. Listi yfir þau öpp sem er boðið upp á hjá Android er kannski byrjun á einhverju stærra. Upphafið á slíkum lista er yfirlitsmynd yfir fríar viðbætur sem Android býður upp á fyrir sína notendur.

Mynd af sex viðbótum fyrir Android sem kenna íslensku

Myndin er klippt saman af Google Play eftir leit að öppum fyrir Android sem “kenna“ íslensku.

Hér verður engu haldið fram um gæði þessara viðbóta eða gerð tilraun til að mæla með þeim. Það er líka rétt að minna á að hér eru eingöngu taldar þær viðbætur sem eru fríar. Hugmyndin er að setja inn nákvæmari lista þar sem þau öpp verða talin sem ástæða þykir til að mæla með óháð því hvort þau eru frí eða ekki.

Sumar viðbætur hafa verið framleiddar bæði fyrir Android- og iOs-miðla. Memrise er dæmi um þetta og er væntanlega ein útbreiddasta viðbótin meðal þeirra sem nýta sér slíkar bjargir í tungumálanámi.


Birt 17. desember 2015.