Íslenska sem annað mál

Rakel Sigurgeirsdóttir


Skrifa athugasemd

Hvernig beygist köttur?

Það eru nokkur orð í íslensku vandbeygðari en önnur. Köttur er sannarlega eitt þeirra en orðin hnöttur og knöttur beygjast alveg eins. Til að forðast þessi orð má sannarlega finna samheiti sem tilheyra tveimur auðlærðustu beygingarflokkum nafnorða. Hér er að sjálfsögðu átt við beygingarflokk þeirra kvenkynsorða sem enda á -a og karlkynsorðanna sem enda á -i og tilheyra  veikri beygingu.

Það sem gerir köttinn svo vandbeygðan eru sérhljóðabreytingarnar sem verða en að öðru leyti beygist orðið eins og vinur. Í málfræði- og orðabókum væri það sem er fjallað um hér táknað þannig: -ur, -ar og -ir. Sem kemur þannig að vinur verður  vinar í eignarfalli eintölu en vinir í nefnifalli fleirtölu. Lesa meira