Íslenska sem annað mál

Rakel Sigurgeirsdóttir

Höfuðborgarsvæðið

Þeir eru ótrúlega margir sem bjóða upp á nám í íslensku sem öðru máli á höfuðborgarsvæðinu. Hér verða nokkrir þeirra taldir en þeim, sem vilja fá heildaryfirlit, er bent á síðu Fjölmenningarseturs þar sem allt ætti að vera talið.


Logo Mímis-símenntunar

Býður upp á 60 stunda íslenskunámskeið á sex stigum. Auk þess er boðið upp á námskeið í íslensku tali og – skrift. Íslenskan er líka kennd á starfstengdum námsbrautum. Hægt er að velja námskeið sem eru kennd á morgnana frá klukkan 9:10 til 11:20 eða á milli tveggja tímasetninga á kvöldin. Þá eru tímar frá klukkan 17:10 til 19:20 og frá 19:40 til 21:50. Nemendur geta líka valið á milli tveggja kennslustaða þar sem kennsla fer fram bæði á Öldugötu 23 og Höfðabakka 9.

Mímir-símenntun
Höfðabakka 9
110 Reykjavík

Hafa samband:
sími: +(354) 580 18 00
póstfang: mimir@mimir.is
Yfirlit yfir íslenskunámskeið
Mímir-símenntun er á Facebook og Instagram


Lógó retorBýður upp á íslenskuámskeið annars vegar fyrir þá sem eru pólskumælandi og hins vegar litháísk- og rússneskumælandi. Boðið er upp á fimm stig og er hvert námskeið 60 stundir. Kennt er tvö kvöld í viku frá klukkan 18:00 til 19:20 annað kvöldið og til kl. 20:00 hitt.

Retor
Hlíðasmára 8
201 Kópavogur

Hafa samband:
Sími: +(354) 822 0640
póstfang: retor@retor.is
Upplýsingar um námskeið er á vefsíðu skólans.
Eru á Facebook


Lógó The Tin Can FactoryBýður upp á 60 stunda íslenskunámskeið á átta stigum auk talþjálfunar og námskeiðs í málfræði og orðaforða. Kennslan fer aðallega fram á morgnana og kvöldin en eitt námskeið er eftir hádegi. Morgunnámskeiðin eru frá klukkan 9:30 til 12:15, kvöldnámskeiðin eru frá 17:30 til 19:55 og 20:00 til 22:15. Námskeið eftir hádegi byrja klukkan 13:10 og lýkur tveimur og hálfum tíma síðar. The Tin Can Factory er líka með námskeið fyrir krakka.

The Tin Can Factory
Dósaverksmiðjan
Borgartúni 1
105 Reykjavík

Hafa samband:
sími: +(354) 551 77 00
gemsi: +(354) 821 71 63
póstfang: info@thetincanfactory.eu
Á vefsíðunni er hægt að nálgast upplýsingar um íslenskunámskeið
Eru á Facebook


Lógó Múltí KúltiBýður upp á 60 stunda námskeið á fjórum stigum. Morguntímanir byrja klukkat 10:00 og standa til klukkan 12:10. Kvöldtímarnir byrja klukkan 17:30 eða 20:00 og lýkur 130 mínútum síðar. Auk þessa er boðið upp á einn tíma eftir hádegi sem hefst klukkan 12:30 og lýkur klukkan 14:40.

Múltíkúltí
Barónsstíg 3
101 Reykjavik

Hafa samband:
sími: +(354) 899 65 70
Á vefsíðu skólans er að finna upplýsingar um námskeið og tímasetningu þeirra.


Lógó Háskóla ÍslandsBýður upp á tvær námsleiðir:  1) BA-nám sem er  bæði hagnýtt tungumálanám og almennt fræðilegt nám um íslenska tungu, bókmenntir og sögu Íslands. 2) hagnýtt nám sem er ætlað þeim sem vilja auka færni sína í íslensku til að geta tekist á við annað nám eða störf í íslensku samfélagi.

Auk er boðið upp á hagnýtt námskeið fyrir byrjendur í íslensku sem er ætlað nemendum úr öðrum deildum Háskólans.

Háskóli Íslands
Sæmundargötu 2
101 Reykjavík

Hafa samband:
sími: +(354) 525 44 00
póstfang: hug@hi.is
Nánari upplýsingar er að finna á síðunni: Íslenska sem annað mál
Háskóli Íslands er á algengustu samfélagsmiðlunum. Þar á meðal á Facebook, Twitter og Instagram


Það er svo rétt að taka það fram að í einhverjum tilvikum er boðið upp á sérnámskeið eins og lestur og skrift fyrir þá sem hafa ekki lært latneskt letur. Bæði Mímir-símenntun og The Tin Can Factory bjóða til dæmis upp á slík námskeið. Eins bjóða einhverjir upp á undirbúningsnámskeið fyrir íslenskuhlutann í umsókn um ríkisborgararétt.

Leyfi fékkst fyrir notkun þeirra lógóa sem koma fram á þessari síðu.

Uppfært 25. febrúar 2016.