Íslenska sem annað mál

Rakel Sigurgeirsdóttir


Skrifa athugasemd

Íslenskur og enskur texti

Hver þekkir ekki teiknimyndina um Herkúles? Myndin var frumsýnd í júní 1997 í Bandaríkjunum og í nóvember sama ár á Íslandi. Hér eru barnamyndir talsettar yfir á íslensku. Meðal þeirra sem ljáðu talsetningu teiknimyndarinnar um Herkúles rödd sína eru: Valur Freyr Einarsson, Selma Björnsdóttir, Egill Ólafsson, Þórhallur Sigurðsson og Steinn Ármann Magnússon.

Það er ekki bara talið sem er íslenskað heldur lagatextarnir líka. Reyndar eru þeir skrifaðir alveg upp á nýtt. Hér er eitt laganna úr myndinni með íslenskum og enskum texta. Það er þess vegna hægt að nota myndbandið í margs konar tilgangi en auðvitað er skorað á ykkur að syngja með á íslensku 🙂


Skrifa athugasemd

Falleg og líka einstök íslensk orð

Fífur á túní í sól og sunnanblæ

Fegurðin í fífubreiðunni í sól og sunnanblæ

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru Íslendingar 329.100 1.  janúar 2015. Það finnst sumum mjög skrýtið að svo fámenn þjóð eigi sér sérstakt tungumál. Það hefur líka verið bent á að íslenskan innihaldi orð sem verða tæplega þýdd á önnur tungumál.

Hér verða nokkur þeirra talin upp og þau útskýrð á ensku. Textinn er sóttur í grein sem birtist á Hello Giggles  í nóvember í fyrra. Greinin heitir: Icelandic words we totally need to add to English language (opnast í nýjum glugga). Lesa meira


Skrifa athugasemd

Framburðaræfing

Það er mjög gott að æfa framburð með söng. Þar sem það eru að koma jól er tilvalið að syngja með jólalögunum og æfa framburðinn í leiðinni. Lagið er væntanlega þokkalega þekkt í sunnanverðri Evrópu, og ef til víðar, þar sem það var framlag Ítlaíu í Eurovision árið 1987. Þá hét lagið „Gente di mare“. Það er hægt að hlusta á þetta lag í flutningi Umberto Tozzi og Raf inni á You Tube.

Hér er það Gunnar Ólason sem flytur lagið við textann: „Komdu um jólin“. Reynið endilega að syngja með 🙂

Lesa meira


Skrifa athugasemd

Íslenska á Twitter

Þeir eru til sem spá íslenskunni dauða. Slíkar spár hafa reyndar heyrst áður án þess að þær hafi orðið að veruleika. Margir blása þar af leiðandi á þessar dómsdagsspár og kenna við svartsýnisraus. Þessir segja að íslenskan muni lifa áfram þó hún eigi væntanlega eftir að þróast áfram eins og önnur tungumál.

Á sama tíma og sumir Íslendingar óttast dauða tungumálsins hefur utanaðkomandi áhugi á íslenskunni farið vaxandi. Þetta má meðal annars sjá á Twitter. Hér eru nokkur skemmtileg dæmi:
https://twitter.com/indianabeotch/status/675167300052471808 Lesa meira


Skrifa athugasemd

Hvernig beygist köttur?

Það eru nokkur orð í íslensku vandbeygðari en önnur. Köttur er sannarlega eitt þeirra en orðin hnöttur og knöttur beygjast alveg eins. Til að forðast þessi orð má sannarlega finna samheiti sem tilheyra tveimur auðlærðustu beygingarflokkum nafnorða. Hér er að sjálfsögðu átt við beygingarflokk þeirra kvenkynsorða sem enda á -a og karlkynsorðanna sem enda á -i og tilheyra  veikri beygingu.

Það sem gerir köttinn svo vandbeygðan eru sérhljóðabreytingarnar sem verða en að öðru leyti beygist orðið eins og vinur. Í málfræði- og orðabókum væri það sem er fjallað um hér táknað þannig: -ur, -ar og -ir. Sem kemur þannig að vinur verður  vinar í eignarfalli eintölu en vinir í nefnifalli fleirtölu. Lesa meira