Íslenska sem annað mál

Rakel Sigurgeirsdóttir

Íslenska á Twitter

Skrifa athugasemd

Þeir eru til sem spá íslenskunni dauða. Slíkar spár hafa reyndar heyrst áður án þess að þær hafi orðið að veruleika. Margir blása þar af leiðandi á þessar dómsdagsspár og kenna við svartsýnisraus. Þessir segja að íslenskan muni lifa áfram þó hún eigi væntanlega eftir að þróast áfram eins og önnur tungumál.

Á sama tíma og sumir Íslendingar óttast dauða tungumálsins hefur utanaðkomandi áhugi á íslenskunni farið vaxandi. Þetta má meðal annars sjá á Twitter. Hér eru nokkur skemmtileg dæmi:
https://twitter.com/indianabeotch/status/675167300052471808

https://twitter.com/Immune2AIDS/status/673215065147883521

Miðað við þetta er dauði íslenskunnar stórlega ýktur 🙂

Höfundur: raksig

Kennir íslenskt móðurmál og íslensku sem annað mál e-mail: rakel61@internet.is

Færðu inn athugasemd