Íslenska sem annað mál

Rakel Sigurgeirsdóttir


Skrifa athugasemd

Íslenskur og enskur texti

Hver þekkir ekki teiknimyndina um Herkúles? Myndin var frumsýnd í júní 1997 í Bandaríkjunum og í nóvember sama ár á Íslandi. Hér eru barnamyndir talsettar yfir á íslensku. Meðal þeirra sem ljáðu talsetningu teiknimyndarinnar um Herkúles rödd sína eru: Valur Freyr Einarsson, Selma Björnsdóttir, Egill Ólafsson, Þórhallur Sigurðsson og Steinn Ármann Magnússon.

Það er ekki bara talið sem er íslenskað heldur lagatextarnir líka. Reyndar eru þeir skrifaðir alveg upp á nýtt. Hér er eitt laganna úr myndinni með íslenskum og enskum texta. Það er þess vegna hægt að nota myndbandið í margs konar tilgangi en auðvitað er skorað á ykkur að syngja með á íslensku 🙂