Íslenska sem annað mál

Rakel Sigurgeirsdóttir

Landsbyggðin

Á landsbyggðinni er algengast að skólastofnanir eða símenntunarstöðvar bjóði upp á námskeið í íslensku sem öðru tungumáli. Hér verða þrjár  taldar. Þeim, sem vilja fyllra yfirlit, er bent á síðu Fjölmenningarseturs en þar er að finna yfirlit með miklu fleiri aðilum.

Það er algengara að úti á landsbyggðinni sé aðeins boðið upp á kennslu á þremur fyrstu stigunum. Eftir nám á þriðja stigi er viðmiðið það að nemendur séu orðnir vel les- og talfærir á íslensku. Hins vegar vantar ýmsa styrkingu eins og leiðbeiningar varðandi framburð, málfræði og jafnvel stafsetningu. Orðaforðinn er líka oftar en ekki frekar bundinn við hversdagslegri tilvik.


lógó fyrir Fræðslunet SugðurlandsBýður upp á íslenskunámskeið á fjórum stöðum á Suðurlandi; það er Hellu, Hvollsvelli, Bláskógabyggð og Selfossi. Kennt er á kvöldin en það er breytilegt á milli staða hvenær námskeiðin hefjast. Það er þó alls staðar einhvers staðar á bilinu fimm til sex. Boðið er upp á fjögur mismunandi stig og svo Landnemaskólann sem er 180 stunda nám enda farið í ýmsa samfélagsfræðslu með íslenskukennslunni.

Fræðslunetið
Fjölheimum
Tryggvagötu 13
800 Selfoss

Hafa samband:
sími: +(354) 560 20 30
póstfang: fraedslunet@fraedslunet.is
Yfirlit yfir íslenskunámskeið
Fræðslunetið er á Facebook

Það er rétt að taka það fram að Fræðslunetið á sér líka aðsetur á Hvolsvelli, Vík, Klaustri og Höfn í Hornafirði.


Lógó Símenntunarmiðstöðvar EyjafjarðarBýður upp á kennslu í íslensku sem öðru máli á tveimur stöðum í Eyfjafirði. Á Dalvík er það 40 stunda byrjenda- og framhaldstig og svo landnemaskólinn sem eru 80 stundir. Kennsla á námskeiðunum þremur fer fram seinni part dagsins. Á Akureyri og er boðið upp á kennslu á fyrstu stigunum þremur. Tímarnir eru  á kvöldin. Almennt eru íslenskunámskeið á vegum Símeyjar ekki nema 20 til 40 stundir.

Símey
Þórsstíg 4
600 Akureyri

Hafa samband
Sími: +(354) 460 57 20
póstfang: simey@simey.is
Það eru ekki komnar inn upplýsingar um næstu námskeið.
Símey er á Facebook


lógó Háskólaseturs VestfjarðaBjóða upp á íslenskunám á stigum A1 upp í B2. Námskeiðin eru almennt sett í ágúst og standa yfir í um það bil hálfan mánuð. Staðirnir þar sem þau eru haldin eru: Ísafjörður, Núpur við Dýrafjörð og Suðureyri. Á upplýsingasíðu þeirra, sem er á ensku, kemur fram að stuðst er við fjölbreyttar kennsluaðferðir. Þar á meðal er vettvangsvinna sem hefur gefið góða raun í tungumálanámi.

Háskólasetur Vestfjarða
University Centre of the Westfjords
Suðurgötu 12
400 Ísafjörður

Hafa samband:
sími: +(354) 450 30 40
póstfang: islenska@uw.is
Á vefsíðunni er hægt að nálgast upplýsingar um næstu íslenskunámskeið
Undiversity Centre of the Westfjords á tillögu að Facebook-síðu frá ánægðum nemendum sem hafa stundað þar íslenskunám.


Leyfi fékkst fyrir notkun þeirra lógóa sem koma fram í þessari umfjöllun.

Uppfært 25. febrúar 2016