Íslenska sem annað mál

Rakel Sigurgeirsdóttir

Málfræði

Nýyddaður blýandur og ykkari sem liggja ofan á opinni en óskrifaðri glósubók.Íslensk málfræði er svolítið óútreiknanleg eins og íslenska veðrið og önnur náttúra landsins. Tungumálið lýtur þó ýmsum reglum eins og öll önnur tungumál. Margt í íslenskri málfræði er þó framandi. Til að byrja með eru persónubeygingar sagna og fallorðabeygingin alveg nóg til að glíma við.

Til að ná fullum tökum á íslenska tungumálinu eru þó töluvert stærri fjöll að klífa. Þar er átt við hina fjölbreyttu lýsingarorðabeygingu og viðtengingarháttinn og miðmyndina í sagnorðunum.

Á þessa síðu verða settar inn krækjur í efni þar sem sérstaklega er fjallað um íslenska málfræði. Einnig verður bent á vesíður með gagnvirkum æfingum í málfræði. Það er rétt að taka það fram að það þarf að greiða fyrir aðgang að síðum með þessu efni.

Dæmi um efni er Litli málfræðingurinn sem var tekinn saman af Þorbjörgu Halldórsdóttur og er aðgengilegur sem pdf-skjal inni á tungumálatorg.is Annð dæmi er vefsíðan Beygingarlýsing íslensks nútímamáls. Ritsjóri hans er Kristín Bjarnadóttir en það er Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sem heldur utan um vefinn sem heitir bin.arnastofnun.is 

Mynd af vefsíðuhaus Beygingarlýsingar íslensks nútímamáls

Hér sést hausinn á forsíðunni. Þar er leitargluggi og leiðbeiningar um það hvernig á að nota síðuna. Kristín Bjarndóttir, ritsjóri síðunnar, gaf leyfi fyrir birtingu þessarar skjámyndar.

Skýringartextinn fyrir neðan leitargluggann leiðbeinir um nýtingu vefjarins. Nánari umfjöllun og fleiri tenglar verða settir fram á þessari síðu í upphafi nýs árs.


Uppfært 25. febrúar 2016.