Íslenska sem annað mál

Rakel Sigurgeirsdóttir

Krækjur

Litskrúðugar þvottaklemmur á snúruÞað er hægt að finna aragrúa af gagnlegum krækjum sem fjalla um íslenskt tungumál. Hér verður reynt að gefa yfirsýn yfir fjölbreytina og eitthvað talið. Tilraun hefur verið gerð til að efnisflokka krækjurnar eftir því hvort þær vísa á almennan fróðleik um tungumálið, málfræði eða orðabækur.

Margar þeirra vefsíðna sem verður vísað til eru gagnvirkar en alls ekki allar. Sumar eru íslenskar en aðrar erlendar. Væntanlega verður settur inn einn flokkur hér til viðbótar með yfirliti yfir gagnvirkar æfingar á netinu. Til að byrja með er gert ráð fyrir slíkum krækjum undir málfræðinni.

Flokkunin svo og innihaldið verða undir reglulegri endurskoðun. Reynist skipulagið of flókið og óaðgengilegt eða hreinlega úrelt verður skipulaginu breytt. Lesendum er líka velkomið að senda athugasemdir og tillögur á höfund síðunnar á tölvupóstfangið: rakel61@internet.is

Birt 15. desember 2015.