Íslenska sem annað mál

Rakel Sigurgeirsdóttir

Myndbönd

Litskrúðugir, uppreimaðir skór með blómamynstriÞað er hægt að komast langt í að læra íslenskan orðaforða og málfræði af bókum. Framburðinn verður hins vegar að æfa munnlega. Íslenskur framburður er mörgum mjög framandi enda framburður íslensku sérhljóðanna á margan hátt sérstæður.

Efni til að æfa framburð má finna á ýmsum myndböndum inni á You Tube. Þar eru nokkur kennslumyndbönd í íslensku en svo er hægt að finna íslenska tónlist með texta. Í einhverjum tilvikum fylgir þýðing yfir á ensku eða önnur tungumál.

Myndbönd af þessu tagi er að finna undir efnisflokkunum: kennslumyndbönd og poplög með texta. Þriðji flokkurinn er svo jólalög með texta.

Birt 15. desember 2015.