Íslenska sem annað mál

Rakel Sigurgeirsdóttir


Skrifa athugasemd

Íslenska á Twitter

Þeir eru til sem spá íslenskunni dauða. Slíkar spár hafa reyndar heyrst áður án þess að þær hafi orðið að veruleika. Margir blása þar af leiðandi á þessar dómsdagsspár og kenna við svartsýnisraus. Þessir segja að íslenskan muni lifa áfram þó hún eigi væntanlega eftir að þróast áfram eins og önnur tungumál.

Á sama tíma og sumir Íslendingar óttast dauða tungumálsins hefur utanaðkomandi áhugi á íslenskunni farið vaxandi. Þetta má meðal annars sjá á Twitter. Hér eru nokkur skemmtileg dæmi:
https://twitter.com/indianabeotch/status/675167300052471808 Lesa meira


Skrifa athugasemd

Samræðuhæf/-ur á íslensku með aðeins þremur orðum

Skip Minnismerki Leifs heppna niður við Sund

Leifur heppni ferðaðist víða. Spurning hvort hann hafi talað við marga á ferðum sínum.

Allir sem hafa reynt það hljóta að vera meðvitaðir um það hversu erfitt það er að komast inn í nýtt málsamfélag þegar maður þarf að læra allt tungumálið frá grunni. Tungumál eru reyndar miserfið og er íslenskan talin ein af þeim erfiðari. Langflestir sem eiga íslensku að móðurmáli átta sig á því að málfræðin getur reynst mörgum torskilin og þung.

Þegar það er svo haft í huga að sum tungumál eru þannig uppbyggð að málfræðin er ekki aðalatriðið í notkun tungumálsins þá er reyndar með ólíkindum hvað til dæmis innflytjendur frá Asíu geta náð góðum árangri í að tala málfræðilega rétt. Reyndar er ekki hægt annað en að dáðst af árangrinum en ekki síður árangrinum sem margir þeirra ná í framburði íslenskunnar. Lesa meira