Íslenska sem annað mál

Rakel Sigurgeirsdóttir

iOS

iPad í statívi. Græn epli á skánum og til hliðar við hannStafræn miðlun hefur gefið þeim sem vilja læra tungumál nýjan og spennandi vettvang til æfinga og þjálfunar í nýja málinu. Svokölluð “öpp“ hafa verið hönnuð, búin til  og þróuð til að bæta við málanámið. Tungumála-öppin þar sem er hægt að læra íslensku eru orðin ótrúlega mörg.

Breytingar og viðbætur á þessum markaði eru hins vegar mjög hraðar. Það sem þykir gott í dag víkur að öllum líkindum fyrir öðru enn fullkomnara á morgun. Öll umfjöllun um þetta efni er að sama skapi líkleg til að úreldast fljótt.

Það er hins vegar tilraunarinnar virði að gefa eitthvert yfirlit yfir það sem er til. Slíkt yfirlit er nefnilega líklegt til að koma öllum sem hafa áhuga á tungumálum að gagni. Þó ekki síst kennurum og nemendum. Listi yfir þau öpp sem eru í boði fyrir iOS-miðla er ákveðin byrjun. Til að byrja með verður hann þó aðeins yfirlitsmynd yfir fríar viðbætur sem boðið er upp á fyrir notendur þessara miðla.

Fimm öpp fyrir iOS-miðla sem nýtast í íslenskunámi

Myndin er klippt saman úr skjámyndum sem eru teknar á iPad í App Store hans

Við endurskoðun þessarar síðu verður farið yfir það hvaða viðbætur af þessu tagi er óhætt að mæla með. Ætlunin er að setja inn nákvæmari lista, en þó aðeins með þeim öppum sem þykir ástæða til að mæla með, óháð því hvort þau eru frí eða ekki.

Í bili verður látið nægja að benda á að Memrise er dæmi um viðbót sem hefur fengið mikla útbreiðslu enda appið til bæði fyrir Android- og iOS-miðla. LingoWorld frá Cooori hefur líka notið töluverðra vinsælda. Sennilega er ein ástæðan sú að viðbótin er byggð upp sem tölvuleikur. Markaðsetningin skiptir væntanlega líka máli.


Birt 17. desember 2015.