Íslenska sem annað mál

Rakel Sigurgeirsdóttir

Íslenskar

Lagt á kaffiborð fyrir tvoÞað gæti verið ógjörningur að gefa tæmandi yfirlit yfir þær kennslubækur, sem eru til, í íslensku sem öðru máli. Sumar bækur eru nefnilega aðeins gefnar út í viðkomandi skólum.

Þær bækur sem hafa verið settar saman sem kennslubækur í íslensku sem öðrðu máli eru langflestum tilvikum frumkvöðlaverkefni kennara sem hafa jafnvel áratugareynslu í kennslu greinarinnar. Í sumum tilvikum annast svo höfundarnir sjálfir söluna á verkum sínum.

Það er þar af leiðandi ekki víst að það finnist krækjur í allar bækurnar sem verða settar fram á bókalistanum sem er stendur til að fylla upp í hér að neðan. Bækurnar sem standa hér eiga það sameiginlegt að vera skrifaðar af þeim sem eru með íslensku að móðurmáli til kennslu innanlands.

Á meðan á uppsetningu síðunnar stendur má líta á listann hér að neðan sem drög en síðar verða settar krækjur í gagnrýni eða innhaldslýsingu sé hún fyrir hendi. Í fyllingu tímans verður uppsetning þessarar síðu gert aðgengilegra

Hér er hins vegar upphaf á yfirliti sem ætti að gefa góða hugmynd um það sem er ætlað að vera hér:


  • Ásta Svavarsdóttir og Margrét Jónsdóttir. (2009). Íslenska fyrir útlendinga – Kennslubók í málfræði. 3. útg. Málvísindastofnun Háskóla Íslands, Reykjavík.

Kennslubók í málfræði fyrir útlendinga, einkum byrjendur en höfundar hafa mikla reynslu af kennslu þeirra. Bókin skiptist í fjóra hluta sem hver um sig skiptist í sex kafla. Í bókinni er tekið á ýmsum grundvallaratriðum í beygingum og setningagerð í íslensku nútímamáli. Þar sem bókin er ætluð byrjendum er megináherslan lögð á það sem er almennt og reglulegt. Bókin kom fyrst út 1988 en höfundar hafa endurskoðað hana í ljósi reynslunnar og kom 3. útgáfa út árið 2009. (Tekið af vef Málvísindastofnunar Háskóla Íslands)

  • Ásta Svavarsdóttir. (1989). Æfingar með enskum glósum og leiðréttingalyklum við bókina Íslenska fyrir útlendinga. Málvísindastofnun Háskóla Íslands, Reykjavík.

  • Birna Arnbjörnsdóttir, Ingibjörg Hafstað og Helga Guðrún Loftsdóttir. (2003). Af stað – Kennslubók í íslensku fyrir byrjendur. Fjölmenning ehf, Reykjavík.
  • Bryndís Inda Stefánsdóttir og Kristín Björk Gunnarsdóttir. [Ártal vantar] Á allra vörum. Margvís, [Útgáfustað vantar].
  • Eva Örnólfsdóttir. (2011). Orð fyrir orð. 3. útg. [Útgefanda og útgáfustaðar er ekki getið]
  • Jón Gíslason og Sigríður Dagný Þorvaldsdóttir. (1991) Málnotkun. Málvísindastofnun Háskóla ÍslandsReykjavík.
  • Sóborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir. (2011) Íslenska fyrir alla. [Útgefanda ekki getið], Reykjavík.

Umsögn: Höfundur þessarar síðu hefur kennt þessar bækur undanfarin fimm ár. Að hans mati er þetta vandaðsta og árangursríkasta efnið sem hefur verið samið og gefið út í þeim tilgangi að kenna fullorðnum íslensku sem annað mál. Það er þó ekki þar með sagt að þær henti öllum þeim breiða og fjölbreytta hópi sem þurfa og/eða vilja læra íslensku.


Þetta er langt frá því að vera tæmandi listi enda alls ekki ætlað að vera það. Hann ætti hins vegar að gefa einhverja vísbendingu um að nokkrar kennslubækur í íslensku sem öðru máli hafa verið gefnar út á umliðnum árum en það eru oftast höfundarnir sjálfir sem bera ábyrgð á útgáfu þeirra og dreifingu.

Birt 17. desember 2015.