Íslenska sem annað mál

Rakel Sigurgeirsdóttir


Skrifa athugasemd

Falleg og líka einstök íslensk orð

Fífur á túní í sól og sunnanblæ

Fegurðin í fífubreiðunni í sól og sunnanblæ

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru Íslendingar 329.100 1.  janúar 2015. Það finnst sumum mjög skrýtið að svo fámenn þjóð eigi sér sérstakt tungumál. Það hefur líka verið bent á að íslenskan innihaldi orð sem verða tæplega þýdd á önnur tungumál.

Hér verða nokkur þeirra talin upp og þau útskýrð á ensku. Textinn er sóttur í grein sem birtist á Hello Giggles  í nóvember í fyrra. Greinin heitir: Icelandic words we totally need to add to English language (opnast í nýjum glugga). Lesa meira


Skrifa athugasemd

Sum íslensk orð eru tekin að láni

Leggir af rauðum rabbabara.

Tröllasúrustilkar eða rababaraleggir

Frá 19. öld hafa Íslendingar fylgt þeirri stefnu nokkuð fast eftir að finna ávalt ný orð um hvers konar nýjungar sem vantar orð yfir. Sumum finnst þetta skrýtið, örðum fyndið og einhverjum beinlínis sérviskulegt. Það eru hins vegar ekki öll íslensk orð komin af íslenskum rótum heldur eru þau fengin að láni úr öðrum tungumálum og þau síðan aðlöguð að íslenskunni. Þetta á til dæmis við heiti á ýmsum nýjungum sem tengjast mat.

Fram á 20. öldina kom nýmetið aðallega frá Danmörku og fylgdu þá dönsku orðin. Í þessu sambandi má til dæmis nefna sultu og rababara. Bæði gengu þýðlega inn í velþekkta beygingarflokka veikra nafnorða. Sulta í þann stóra flokk kvenkynsnafnorða sem enda á -a í nefnifalli, eintölu og rabbabari í þann flokk veikt beygðra karlkynsorða sem orðabókarmyndin hefur endinguna -i. Lesa meira