Íslenska sem annað mál

Rakel Sigurgeirsdóttir

Viðbætur

Alls konar tegundir af áleggiMeð ört vaxandi tækni er hægt að nálgast alls konar viðbætur eða “öpp“ til að létta sér lífið. Viðbæturnar eru eingöngu til notkunar í snjalltækjum eins og símum og spjaldtölvum. Kosturinn við viðbæturnar eða öppin í tungumálanámi er að kennslan er meira sett upp eins og leikur og þar er almennt um mjög mikla gagnvirkni að ræða.

Tækninni í stafrænni miðlun fer svo hratt fram að það er hæpið að það sé hægt að setja fram fullkomið yfirlit yfir það úrval sem er til nú þegar. Hér verður það þó reynt og flokkað eftir því hvort viðbæturnar eru fyrir Android- eða iOS-miðla.

Flokkunin svo og innihaldið verða undir reglulegri endurskoðun. Reynist skipulagið of flókið og óaðgengilegt eða hreinlega úrelt verður skipulaginu breytt. Lesendum er líka velkomið að senda athugasemdir og tillögur á höfund síðunnar á tölvupóstfangið: rakel61@internet.is

Birt 15. desember 2015.