Íslenska sem annað mál

Rakel Sigurgeirsdóttir

Bækur

Lesgleraugu ofan á opinni orðabókÞað eru til ótrúlega margar kennslubækur í íslensku sem öðru tungumáli. Fjölbreytnin er jákvæð en gerir það að verkum að þeir sem vilja læra íslensku eiga oft í erfiðleikum með að velja. Hér er gefið yfirlit yfir annars vegar íslenskar kennslubækur og hins vegar erlendar.

Yfirlitið er engan veginn tæmandi en gefur vonandi einhverja hugmynd um það hvað er til og getur vonandi hjálpað eitthvað við að velja viðeigandi efni. Það er líka rétt að mæla með góðri orðabók en því miður fyrirfinnast alls ekki orðabækur með þýðingum úr íslensku yfir á öll tungumál.

Birt 15. desember 2015.