Íslenska sem annað mál

Rakel Sigurgeirsdóttir


1 athugasemd

Learning Icelandic Online with a teacher

Mímir-símenntun býður upp á 10 vikna námskeið í íslensku sem öðru máli nú í sumar. Kennt er í fjarnámi en þetta er í fysta skipti sem Mímir býður upp á fjarnám fyrir nemendur sem eru að læra íslensku. Námskeiðið hefst 4. júlí næst komandi og lýkur 12 september. Það er ætlað nemendum sem hafa lokið 3. stigi eða hafa góðan grunn í íslensku. Hægt er að skrá sig hér.

Námsbækurnar

Námskeiðið er ætlað nemendum á 4. stigi

Nemendur á námskeiðinu nota bókina Íslenska fyrir alla 4 eftir Sólborgu Jónsdóttur og Þorbjörgu Halldórsdóttur. Kennarinn á námskeiðinu heitir Rakel Sigurgeirsdóttir. Hún hefur kennt íslensku sem annað mál hjá Mími frá árinu 2011. Áður  kenndi hún almenna íslensku við Verkmenntaskólann á Akureyri og íslensku fyrir útlendinga.

Rakel hefur þó nokkra reynslu af Moodle sem er námsumsjónarkerfi sem margir þeirra sem hafa verið í fjarnmámi (hafa tekið þátt í online course) þekkja. Moodle er námsumsjónarkerfið sem verður notað á þessu námskeiði. Þeir sem hafa áhuga á námskeiðinu en þekkja ekki Moodle geta lesið leibeiningar fyrir nemendur inni á síðunni moodle.org

Á moodle-síðunni verða: stuttir fyrirletrar á myndböndum, gagnvirk verkefni og æfingar úr námsbókinni og líka skrifleg verkefni (asingment) og hópspjall þar sem nemendur sem eru skráðir í hópinn tala saman. Einu sinni í viku er svo sameiginlegur fjarfundur með kennara. Fundirnir fara fram í gegnum búnað sem kallast einfaldlega Stóri blái hnappurinn eða BigBlueButton og vinnur vel með Moodle.

BigBluButton

Þetta er opinn hugbúnaður sem er sérstaklega hugsaður fyrir fjarfundi og fjarnám. Í byrjun hverrar viku setur kennarinn upp áætlun (syllabus) inni á Moodle. Þar kemur fram hvað nemendur eiga að lesa í námsbókinni og hvert verður þema vikunnar. Þar á meðal símafundarins og hópspjallsins.

Í áætluninni er líka sett fyrir stutt ritunarverkefni (20 – og stundum 70 orð) og fleiri styttri verkefni sem tengist efni vikunnar. Sum verkefnin eru gagnvirk (interactive) en kennarinn fer yfir öll verkefnin og sendir uppbyggilega athugasemdir til nemenda. Nemendur verða líka í sambandi við kennarann þar sem er til dæmis hægt að biðja um að það verði farið betur í eitthvað sem er flókið eða erfitt að skilja.

Það er rétt að taka það fram að í myndbandsfyrirlestrunum verður farið í þá málfræði sem kemur fyrir í bókinni.  Í hverri viku má gera ráð fyrir nokkrum stuttum fyrirlestrum sem tengjast efni vikunnar þar sem mikilvægustu atiðin eru skýrð en þar verður líka bent á gagnlegt efni sem er hægt að finna á Netinu til að æfa sig í íslensku.

moodle


Skrifa athugasemd

Íslenskur og enskur texti

Hver þekkir ekki teiknimyndina um Herkúles? Myndin var frumsýnd í júní 1997 í Bandaríkjunum og í nóvember sama ár á Íslandi. Hér eru barnamyndir talsettar yfir á íslensku. Meðal þeirra sem ljáðu talsetningu teiknimyndarinnar um Herkúles rödd sína eru: Valur Freyr Einarsson, Selma Björnsdóttir, Egill Ólafsson, Þórhallur Sigurðsson og Steinn Ármann Magnússon.

Það er ekki bara talið sem er íslenskað heldur lagatextarnir líka. Reyndar eru þeir skrifaðir alveg upp á nýtt. Hér er eitt laganna úr myndinni með íslenskum og enskum texta. Það er þess vegna hægt að nota myndbandið í margs konar tilgangi en auðvitað er skorað á ykkur að syngja með á íslensku 🙂


Skrifa athugasemd

Falleg og líka einstök íslensk orð

Fífur á túní í sól og sunnanblæ

Fegurðin í fífubreiðunni í sól og sunnanblæ

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru Íslendingar 329.100 1.  janúar 2015. Það finnst sumum mjög skrýtið að svo fámenn þjóð eigi sér sérstakt tungumál. Það hefur líka verið bent á að íslenskan innihaldi orð sem verða tæplega þýdd á önnur tungumál.

Hér verða nokkur þeirra talin upp og þau útskýrð á ensku. Textinn er sóttur í grein sem birtist á Hello Giggles  í nóvember í fyrra. Greinin heitir: Icelandic words we totally need to add to English language (opnast í nýjum glugga). Lesa meira


Skrifa athugasemd

Framburðaræfing

Það er mjög gott að æfa framburð með söng. Þar sem það eru að koma jól er tilvalið að syngja með jólalögunum og æfa framburðinn í leiðinni. Lagið er væntanlega þokkalega þekkt í sunnanverðri Evrópu, og ef til víðar, þar sem það var framlag Ítlaíu í Eurovision árið 1987. Þá hét lagið „Gente di mare“. Það er hægt að hlusta á þetta lag í flutningi Umberto Tozzi og Raf inni á You Tube.

Hér er það Gunnar Ólason sem flytur lagið við textann: „Komdu um jólin“. Reynið endilega að syngja með 🙂

Lesa meira


Skrifa athugasemd

Íslenska á Twitter

Þeir eru til sem spá íslenskunni dauða. Slíkar spár hafa reyndar heyrst áður án þess að þær hafi orðið að veruleika. Margir blása þar af leiðandi á þessar dómsdagsspár og kenna við svartsýnisraus. Þessir segja að íslenskan muni lifa áfram þó hún eigi væntanlega eftir að þróast áfram eins og önnur tungumál.

Á sama tíma og sumir Íslendingar óttast dauða tungumálsins hefur utanaðkomandi áhugi á íslenskunni farið vaxandi. Þetta má meðal annars sjá á Twitter. Hér eru nokkur skemmtileg dæmi:
https://twitter.com/indianabeotch/status/675167300052471808 Lesa meira