Íslenska sem annað mál

Rakel Sigurgeirsdóttir

Orðabækur

Tvær bækur, önnur opin og gleraugu ofan á henni og snjallsími liggjandi við hana

Orðabækur eru vissulega einn grundvallarþátturinn í öllu tungumálanámi. Það eru þó nokkrar góðar ensk-íslenskar og íslensk-enskar orðabækur en það er langt í land með að íslenska hafi verið þýdd á öll tungumál. Það er reyndar hæpið að það verði nokkurn tímann.

Núorðið má nálgast orðabækur í bókabúðum, á netinu og með öppum. Hér verður vísað í orðabókaútgáfur með tenglum en megináherslan verður á það að safna tenglum sem vísa í netorðabækur. Til að byrja með verður látið duga að segja frá þremur.

Frá árinu 2005 hefur Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum unnið að stórmerkilegri netorðabók í samstarfi við hinar norðurlandaþjóðirnar. Verkefnið heitir ISLEX og er er „margmála orðabókarverk á vefnum með íslensku sem viðfangsmál og dönsku, sænsku, norskt bókmál, nýnorsku og færeysku sem markmál.“ (sjá í nýjum glugga).

Hausmynd af vef islex.is þar sem leitarglugginn og tungumálin sem er hægt að velja á milli koma fram

Hér sést hausinn á forsíðunni. Þar er leitargluggi, tungumálin sem er hægt að velja um og svo bókstafirnir sem finnast ekki í öllum tungumálunum. Kristín Bjarndóttir, ritsjóri hjá Stofnun Árna Magnússonar, gaf leyfi fyrir birtingu þessarar skjámyndar.

Þessi síða kemur þeim sem tala eitthvert Norðurlandamálanna að góðum notum í sambandi við nám í hvaða norðurlandatungumáli sem er. Verkefninu er þó ekki lokið en fjöldi íslensku orðanna sem eru kominn þarna inn er 48.700 þegar þetta er skrifað.

Til að gefa fleiri dæmi um það sem verður sett hér má nefna að þeir sem tala ensku geta skráð sig  frítt eða keypt áskrift að orðabók inni á ordabok.is  Svo er það Google translate sem margir reyna að nota en þýðingarnar þar eru oft mjög bjagaðar eins og margir þekkja eflaust. Það er því hæpið að mæla með henni í námi í íslensku sem öðru máli.


Uppfært 25. febrúar 2016